AeroPress


AeroPress er kaffikanna fyrir áhugafólk um bragðgott kaffi. Fyrir fólk sem vill nostra við að kaffibollinn sé frábær upplifun.


 

AeroPress hefur slegið í gegn víða um heim og er í dag uppáhaldsgræja margra kaffibarþjóna.

 

Aðferðin er svo vinsæl, að árlega er haldið heimsmeistaramót í kaffigerð með AeroPress.

 

Af hverju AeroPress?

 

AeroPress kaffið er betra því mulda kaffið fær meiri snertingu við vatnið en í espressovél. Kaffið fær að liggja í heitu vatninu í 20-40 sekúndur, sem er nægur tími til að ná olíum og bragði úr baununum, en ekki svo langur tími að vatnið súrni. Minni sýra gefur betra kaffi og fer auk þess betur í maga.

 

-Mjúk áferð
Með hárréttum hita og hóflegum þrýstingi fæst vandað kaffi án sýru eða beiskju í bragði

 

-Ríkulegt bragð
Aukin snerting kaffisins við vatnið gefur meira bragð. Í flestum öðrum könnum nýtist aðeins hluti kaffisins til fullnustu.

 

-Tærleiki
Míkró-síurnar tryggja að enginn korgur sé í kaffinu, ólíkt venjulegum pressukönnum.

 

-Fljótlegt
Tekur um eina mínútu að gera frábæran kaffibolla.

 


 

Aeropress kaffiappíratið er merkasta uppfinning mannsins síðan hjólið var tekið í notkun.
-Páll Ásgeir Ásgeirsson, rithöfundur og leiðsögumaður

 

„Þetta er besta kaffi sem ég hef smakkað“
-Gísli Ásgeirsson, þýðandi

 


 
 

AeroPress er handhæg græja og því vinsæl í útilegurnar!

 

Hér eru skemmtileg myndbönd um notkun á AeroPress og um heimsmeistaramótið í AeroPress kaffigerð í Slóvakíu 2015.

 

  

 

AeroPress - fyrir frábært kaffi

 

 

Í kassanum:

Ein AeroPress (hólkur, stimpill, lok), kaffiskeið, hræra, standur fyrir síur, 350 pappasíur og trekt. Íslenskar leiðbeiningar fylgja.

 

AeroPress fæst hjá: